Bæjarráð

2784. fundur 13. ágúst 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1507343 - Gæðastefna Kópavogsbæjar 2015.

Frá bæjarritara, lögð fram tillaga um að bæjarráð samþykki gæðastefnu Kópavogs fyrir 2015 óbreytta frá fyrra ári.
Bæjarráð samþykkir gæðastefnu Kópavogs 2015 óbreytta frá 2014 með fjórum atkvæðum.

2.1508192 - Brekkuhvarf 22. Þóranna S. Sverrisdóttir. Beiðni um umsögn vegna nýs rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 10. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórönnu S. Sverrisdóttur, kt. 080764-4809, um nýtt rekstrarleyfi fyrir íbúðir í flokki I, að Brekkuhvarfi 22, Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585-2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar nr. 675/2015.

3.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. ágúst, lagt fram erindi þar óskað er eftir að bæjarráð veiti heimild til að undirrita samkomulag um þátttöku í nýsköpunarsamkeppninni Nordic Built City Challenge. Einnig lögð fram drög að verksamningi og ráðningarsamningi við Alta um verkefnastjórnun.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veita sviðsstjóra umhverfissviðs heimild til að undirrita samkomulag um þátttöku í nýsköpunarsamkeppninni Nordic Built City Challenge.
Bæjarráð samþykkir jafnframt með fjórum atkvæðum verk- og ráðningarsamning við Alta um verkefnastjórnun.

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1508241 - Nýbýlavegur 18, 3.h. Húsastóll ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 10. ágúst, lagt fram erindi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Húsastóls ehf., kt. 640300-3450 um nýtt rekstrarleyfi fyrir íbúðir í flokki II, að Nýbýlavegi 18, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

5.1508200 - Auðbrekka 1. Kæra vegna fasteignamats 2015.

Frá yfirfasteignamatsnefnd, dags. 6. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna kæru um endurmat fasteignamats á fasteigninni Auðbrekku 1.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

6.1508091 - Kópavogsbraut 17, áður kvennafangelsi. Fyrirhuguð sala fasteignar, forkaupsréttur sveitarfélags.

Frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, dags. 31. júlí, lagt fram erindi vegna sölu á Kópavogsbraut 17, sem áður hýsti Kvennafangelsið, þar sem Kópavogsbæ er gefinn kostur á að nýta sér forkaupsrétt að eigninni.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Fundi slitið.