Bæjarráð

2783. fundur 30. júlí 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.1507214 - Bæjarlind 7-9R. Heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 24. júlí, lögð fram beiðni til veðsetningar lóðarinnar Bæjarlind 7-9R f.h. lóðarhafa Mótx ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til veðsetningar lóðarinnar Bæjarlind 7-9R.

2.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 22. júlí, lagðar fram niðurstöður útboðs á verkefninu "Útleiga á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi" og lagt til við bæjarráð að leitað verði samninga við Gym heilsa ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Gym heilsa ehf. um rekstur líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi.

3.15062091 - Þorrasalir 31, umsókn um lóð.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15. júlí, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 31 frá Guðbjörgu Ingvarsdóttur, kt. 041079-3129 og Guðmundi Óskari Unnarssyni, kt. 110683-3429. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Guðbjörgu Ingvarsdóttur og Guðmundi Óskari Unnarssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þorrasalir 31 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1507427 - Ósk um aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum á vegum sveitarféla

Frá Öryrkjabandalaginu, dags. 21. júlí, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að ferðasalerni á almennum viðburðum á vegum sveitarfélaga og ríkis verði gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og menntasviðs til umsagnar.

5.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 26. júní 2015.

222. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

6.1507480 - Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskólagjalda. Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi.

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskólagjalda.
Bæjarráð vísar tillögunni til menntasviðs og er því falið að taka tillöguna inn í þá vinnu sem nú stendur yfir þar sem verið er að endurskoða allar gjaldskrár í leikskólum og fyrir dægradvöl, sbr. svar við fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni dags. 29. júní sl.

7.1507501 - Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni. Munur á nýtingu barna á leikskólum eftir því hvenær þau eru fæ

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hversu mikill munur er á nýtingu barna á leikskólum eftir því hvenær þau fæðast á árinu?

Börn eru oftast tekin inn á leikskóla á haustin eða síðsumars, og þau börn sem eru fædd eftir mitt ár komast því oft ekki inn á leiksskóla fyrr en á seinni hluta annars æviárs. Þannig njóta þessi börn stundum aðeins leikskóladvalar í skemmri tíma en önnur börn. Undirritaður fer fram á að menntasvið greini þennan mun og meti kostnað við að mæta honum m.a. í gegnum dagforeldrakerfi.

Ólafur Þór Gunnarsson."

Fundi slitið.