Bæjarráð

2595. fundur 19. maí 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1105069 - Álfurinn fyrir unga fólkið. Styrkbeiðni frá S.Á.Á.

Frá SÁÁ, dags. í maí, óskað eftir styrk í formi kaupa á Álfinum að upphæð 150.000,- kr.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000,-.

2.1104187 - Fyrirspurn um kostnað við smíði nýrrar heimasíðu

Frá forstöðumanni upplýsingamála, dags. 18/5, svar við fyrirspurn í bæjarráði 14/4 sl.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fari yfir ferli málsins.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð hafnar tillögu með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég bendi Gunnari vinsamlega á að spyrja vini sína í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál enda fór allur undirbúningur þess fram á valdatíma fyrri meirihluta í bæjarstjórn.

Guðríður Arnardóttir"

3.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Samningur

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18/5, drög að samningi um úthlutun lóðar við Vesturvör norðan við Vesturvör 34 og 36 og verður hún nr. 38.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi um úthlutun lóðarinnar og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

4.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnum akstur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17/5, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 28/4, varðandi akstursleið um lóðina Dalveg 6-8.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að funda með lögmanni lóðarhafa. Jafnframt verði umhverfis- og samgöngunefnd falið að fjalla um málið út frá umferðaröryggissjónarmiðum. Að því búnu verði byggingarfulltrúa falið að taka ákvörðun um beitingu dagsekta eða eftir atvikum að vísa málinu til skipulagsnefndar.

5.1105260 - Átaksverkefni í skógrækt og uppgræðslu 2011

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18/5, tillaga um fyrirkomulag á samstarfsverkefni með Vinnumálastofnun, Skógræktarfélagi Kópavogs og Skógræktarfélagi ríkisins.

Hlé var gert á fundi kl. 10.25. Fundi var fram haldið kl. 10.33.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi sumarvinnu:

"1. Var sömu aðferð beitt við allar ráðningarnar, þ.e. útdrætti?
2. Ef ekki, hverjir sáu þá um ráðningar í einstakar stöður?
3. Hvaða aðferðum öðrum var beitt en útdrætti?
4. Var horft til umsagna um þá umsækjendur sem áður höfðu unnið hjá bænum?
5. Hvað kostar fjárhagsaðstoð fyrir einn námsmann sem ekki fær sumarvinnu?
Skriflegt svar óskast.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

6.1102228 - Greiðslur til íþróttafélaga 2011

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18/5, svar við fyrirspurn í bæjarráði 12/5 um greiðslur til íþróttafélaganna á árinu.

Lagt fram.

7.1105107 - Ósk um launalaust leyfi

Frá starfsmanni leikskólans Dals, dags. 9/5, ósk um launalaust leyfi í eitt ár, ásamt umsögn leikskólastjóra þar sem mælt er með að leyfið verði samþykkt.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra og sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

8.1005059 - Tónahvarf 7. Stjórnsýslukæra

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 13/5, úrskurður í máli v/Tónahvarfs 7 ehf.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns og óskar umsagnar um álitið og samanburði við dóma sem fallið hafa í líkum málum.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég harma framgang meirihlutans í þessu máli.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð benda á að þetta mál hófst í tíð fyrri meirihluta.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

9.1105265 - Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála nr. 1/2011

Frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu, dags. 13/5, úrskurður í máli vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

Lagt fram.

10.1105201 - Breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 11/5, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lagðar fram til staðfestingar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

11.1104190 - Framtíð sundlauganna - rýnihópur

Frá bæjarstjóra, mál sem vísað var til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 10/5 sl. ásamt svari við fyrirspurn um kostnað við breyttan opnunartíma sundlauganna.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituðum finnst vanta áætlun um auknar tekjur við aukinn opnunartíma.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

12.1105202 - Beiðni um styrk vegna Norðurlandamóts í körfuknattleik

Frá Breiðabliki, tilkynning um fyrirhugað Norðurlandamót í körfuknattleik 1. til 5. júní og óskað eftir ferðastyrk fyrir fjóra leikmenn sem munu keppa fyrir Íslands hönd í Solna í Svíþjóð.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

13.1105246 - Skólahreysti 2011 - umsókn um styrk.

Frá Skólahreysti 2011, dags. í maí, óskað eftir styrk að upphæð 200.000,- til verkefnisins.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

14.1105205 - 70. íþróttaþing ÍSÍ. Tillaga um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf í landinu

Frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dags. 12/5, ársskýrsla 2011 lögð fram ásamt ályktun 70. íþróttaþings ÍSÍ þar sem sveitarfélög eru hvött til að styrkja með auknum fjárframlögum rekstur íþróttafélaga.

Lagt fram.

15.1105244 - Tilkynning um breytingu á kjörskrá

Frá Þjóðskrá Íslands dags. 12/5, tilkynning um að Margrét Edda Jónsdóttir Fjellheim, kt. 101049-2139, verði tekin á kjörskrá við kosningar til Alþingis, kjör forseta og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

16.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 24. maí

I. Fundargerðir nefnda.

II. Skipulagsmál.

III. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2010.

IV. Tillaga að breyttum samþykktum Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar.

17.1105294 - Sumarvinna 2011

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Ég legg til að kannað verði hvort ungmenni sem ekki fengu vinnu hjá Kópavogsbæ hafi fengið vinnu annars staðar.
Ómar Stefánsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjóra.

18.1105297 - Fyrirspurn um fjölda stöðugilda

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um fjölda stöðugilda hjá Kópavogsbæ þann 1.1.2011 og 1.6.2011.
Gunnar Ingi Birgisson"

19.1105298 - Tillaga um innheimtu dagsekta byggingarfulltrúa

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Undirritaður leggur til að innheimta dagsekta byggingarfulltrúa fari fram mánaðarlega.
Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.1105299 - Tillaga um rekstur Kjarrsins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að þeir telja að meirihluti Kópavogsbæjar hafi brotið á rekstraraðila Kjarrsins með því að segja samningnum upp án þess að reyna að ná fram breytingu eins og 17. grein samningsins kveður á um en í henni segir: "Samningsaðilar skuli eins og framast er kostur reyna að leysa úr mögulegum ágreiningsmálum án þess að koma þurfi til uppsagnar samningsins eða málareksturs". Ágreiningurinn snérist um upphæð greiðslu fyrir þjónustu Kjarrsins. Ekki var reynt að ná fram niðurstöðu í það mál og því má ætla að bærinn hafi ekki beitt meðalhófsreglu í athöfnum sínum né sýnt af sér góða stjórnsýsluhætti. Í ljósi þessa er lagt til að Kópavogsbær vindi ofan af bráðræði sínu og taki upp viðræður við Kjarrið eins og rætt var um við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2011 og komi sér hjá frekari vandræðum vegna þessa máls.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Bæjarráð hafnar tillögunni með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð benda á að sjónarmið okkar hafa ítrekað komið fram í bókunum um þetta mál.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

21.1104026 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

22.1105016 - Félagsmálaráð 17/5

1308. fundur

23.1105215 - Tillögur um skipan vinnumarkaðsmála

Lagðar fram tillögur félagsmálaráðs vegna atvinnumála, ásamt skýrslu atvinnufulltrúa, sbr. lið 3 í fundargerð 17/5.

Bæjarráð lítur jákvætt á tillögurnar og vísar þeim til bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs til frekari úrvinnslu og að funda með fulltrúum Vinnumálastofnunar.

24.1105012 - Íþróttaráð 18/5

3. fundur

25.1105015 - Menningar- og þróunarráð 16/5

5. fundur

26.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Menningar- og þróunarráð beinir því til bæjarráðs, að þegar verði teknar upp viðræður við Vinnumálastofnun um framhald samstarfsverkefnis um atvinnufulltrúa í bænum.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu á fundargerð félagsmálaráðs um tillögur um skipan vinnumarkaðsmála.

27.1105007 - Skipulagsnefnd 17/5

1190. fundur

28.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

29.1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

30.1103083 - Fífuhvammur 25. Viðbygging

Skipulagsnefnd hafnaði erindi lóðarhafa um viðbyggingu að Fífuhvammi 25.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

31.1105009 - Barnaverndarnefnd - 3

32.1105008 - Skólanefnd 16/5

29. fundur

33.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Skóladagatal sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum.

Bæjarráð frestar staðfestingu á skóladagatali og starfsáætlun næsta skólaárs og óskar eftir upplýsingum menntasviðs um samræmingu skóladagatals grunn- og leikskóla.

34.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 6/11 2010

Fundargerð sem frestað var í bæjarráði 28/4 sl.

Lagt fram.

 

Hreggviður Norðdahl fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs sat fundinn undir þessum lið.

35.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 24/11 2010

Fundargerð sem frestað var í bæjarráði 28/4 sl.

Lagt fram.

 

Hreggviður Norðdahl fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs sat fundinn undir þessum lið.

36.1101859 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 19/1 2011

Fundargerð sem frestað var í bæjarráði 28/4 sl.

Lagt fram.

 

Hreggviður Norðdahl fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs sat fundinn undir þessum lið.

37.1101859 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 27/4 2011

Lagt fram.

 

Hreggviður Norðdahl fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs sat fundinn undir þessum lið.

38.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæð, vesturhluta, sem frestað var á fundi bæjarráðs 17/3 sl. þangað til aðalskipulag yrði samþykkt í bæjarstjórn og staðfest í ráðuneytinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæð, vesturhluta, og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

39.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 13/5, stefna sem lögð verður fram í héraðsdómi Reykjaness 25/5 nk.

Lagt fram.

 

Guðjón Ármannsson hdl. sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 10:15.